Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri

Hrund Rudolfsdóttir er forstjóri Veritas, en hún tók við því starfi þann 15. október 2013. Hún var framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel Food Systems Corporate frá 2009-2013 og gegndi starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og fjárfestingarverkefna hjá Milestone ehf./Moderna Finance ehf. frá 2007-2009. Þar áður var hún framkvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags, 2003-2007, og framkvæmdastjóri Lyfja & heilsu hf. 2003-2006. Hrund situr í stjórn Eimskips og Stefnis. Hún er með M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og Cand.Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Kjartan Steinsson, fjármálastjóri

Kjartan er viðskiptafræðingur (Cand. oecon.) af fjármálasviði frá Háskóla Íslands. Kjartan hefur yfir 20 ára reynslu af rekstrar- og fjármálastörfum og gekk til liðs við Vistor í janúar 2007 og síðar Veritas árið 2008. Hann ber ábyrgð á fjármálum félagsins, þar með talið rekstur fjármáladeildar, Smiðjunnar og upplýsingatæknideildar. Kjartan starfaði á árunum 1997-2006 sem fjármálastjóri Ásbjörns Ólafssonar ehf. og sem framkvæmdastjóri BÍF á árunum 1992-1997.

Vilborg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri

Vilborg Gunnarsdóttir er mannauðsstjóri Veritas. Hún hefur starfað við mannauðsstjórnun frá árinu 2002 en hóf störf hjá Veritas samstæðunni 2006. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á framkvæmd ráðninga, starfsánægjumælingum, frammistöðumati og starfsþróun en sinnir að auki ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna. Vilborg hefur setið í stjórn Flóru, fagfélags mannauðsstjóra og er virkur þátttakandi í faglegu starfi sem tengist stjórnun starfsmanna. Hún er með Bsc í tannsmíði, DipEd í mannauðsstjórnun og kennslufræði og Msc í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Áður starfaði hún sem tannsmiður og blaða- og fréttamaður en auk þess hefur hún setið í bæjarstjórn á Akureyri.