Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri

Hrund Rudolfsdóttir er forstjóri Veritas, en hún tók við því starfi þann 15. október 2013. Hún var framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel Food Systems Corporate frá 2009-2013 og gegndi starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og fjárfestingarverkefna hjá Milestone ehf./Moderna Finance ehf. frá 2007-2009. Þar áður var hún framkvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags, 2003-2007, og framkvæmdastjóri Lyfja & heilsu hf. 2003-2006. Hrund situr í stjórn Eimskips og Stefnis. Hún er með M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og Cand.Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Kjartan Steinsson, fjármálastjóri

Kjartan er viðskiptafræðingur (Cand. oecon.) af fjármálasviði frá Háskóla Íslands. Kjartan hefur yfir 20 ára reynslu af rekstrar- og fjármálastörfum og gekk til liðs við Vistor í janúar 2007 og síðar Veritas árið 2008. Hann ber ábyrgð á fjármálum Veritas samstæðunnar, rekstrarfjármunum og fasteignum. Kjartan starfaði á árunum 1997-2006 sem fjármálastjóri Ásbjörns Ólafssonar ehf. og sem framkvæmdastjóri BÍF á árunum 1992-1997.

Pétur Veigar Pétursson, deildarstjóri innri þjónustu/starfsmannastjóri

Pétur Veigar gekk til liðs við Veritas í ársbyrjun 2016 og sinnti innleiðingu á Lean aðferðafræðinni innan allra fyrirtækja samstæðunnar, ásamt verkefnastýringu Lean verkefna. Þar áður starfaði hann m.a. sem fræðslustjóri hjá ISAL. Pétur Veigar er með B.Sc. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Hákonía Jóhanna Guðmundsdóttir, deildarstjóri UT