Stjórn Veritas;

Hreggviður Jónsson

Hreggviður Jónsson

Stjórnarformaður

Hreggviður Jónsson er stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas. Hreggviður útskrifaðist með BA í hagfræði frá Macalester College í St. Paul árið 1987 og með MBA gráðu frá Harvard Business School í Boston 1993. Hann hefur víðtæka alþjóðlega stjórnunarreynslu úr ýmsum geirum þjóðlífsins og var formaður Viðskiptaráðs Íslands frá 2012-2016. Hreggviður var forstjóri Veritas og þar áður Vistor frá 2002-2013. Hann starfaði hjá Cargill í Bandaríkjunum og síðar sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Svíþjóð áður en hann varð fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og Norðurljósa. Hreggviður hefur setið í stjórn hjá ýmsum fyrirtækjum og samtökum.

Þóranna Jónsdóttir

Þóranna Jónsdóttir

Stjórnarkona

Þóranna Jónsdóttir starfar sem stjórnendaráðgjafi hjá eigin fyrirtæki, Delta-ráðgjöf. Hún er einnig lektor við Háskólann í Reykjavík og hefur um árabil sinnt ýmsum störfum við skólann, meðal annars sem forseti viðskiptadeildar og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar. Þá hefur Þóranna starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Auði Capital, Veritas og Vistor, auk þess að vera fyrsti framkvæmdastjóri Artasan. Þóranna hefur víðtæka reynslu af stjórnendaþjálfun og ráðgjöf á sviði breytingastjórnunar, stefnumótunar og stjórnarhátta. Hún er formaður stjórnar Landsbréfa og hefur áður setið m.a. í stjórn Festi, Krónunnar, Íslandsbanka og Lyfju. Þóranna er doktor í stjórnarháttum frá Cranfield University í Bretlandi, lauk MBA gráðu frá IESE í Barcelona og MSc gráðu í lyfjafræði frá HÍ.

Hörður Arnarson

Hörður Arnarson

Stjórnarmaður

Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Hörður var tímabundið forstjóri Sjóvár og leiddi endurskipulagningu félagsins 2009. Hann starfaði hjá Marel hf. frá 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár, frá 1999-2009. Hörður hefur viðamikla reynslu af stjórnun fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í íslensku atvinnulífi á undanförnum árum. Hörður er með próf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og doktorspróf í verkfræði frá DTU, ásamt því að hafa sótt ýmis námskeið við INSEAD og Harvard Business School.