Fyrirtækið
Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið, bæði skammtíma- og langtíma og ætlum að einbeita okkur sérstaklega vel að umhverfismálum á árinu.
Samfélag
Lyfjafyrirtæki hafa sjaldan verið jafn mikið í sviðsljósinu og á liðnu ári og samfélagsleg áhrif þeirra hafa verið áberandi. Veritas er samfélagslega mikilvægt fyrirtæki og tekur hlutverk sitt alvarlega.
Umhverfi
Stjórnendur og starfsmenn Veritas láta sér annt um umhverfið og hafa ýmis verkefni verið unnin í gegnum árin. Umhverfisstefna var mótuð árið 2018 og í kjölfarið tók umhverfisnefnd til starfa.
Efnahagur
Tekjur Veritas hafa vaxið stöðugt síðustu ár. Samhliða auknum tekjum hefur fjárhagslegur styrkleiki Veritas aukist.
Ruslana, ruslamálaráðherra Veritas
Sjálfbærnimarkmið Veritas
Heildarumfang losunar frá starfseminni er háð umfangi starfsemi Veritas. Starfsmenn og stjórnendur ætla að setja sér metnaðarfull markmið til þess að vinna að á árinu og til næstu ára.
Smelltu hér til þess að skoða sjálfbærnimarkmið samstæðunnar fyrir næstu ár.
Árangur síðustu ára
Við höfum á síðustu árum stigið skref í átt að sjálfbærni og stefnum á að gera enn betur.
Jafnrétti skiptir okkur máli
Markmið jafnréttisstefnu Veritas og dótturfélaga er að allt starfsfólk félaganna, konur jafnt sem karlar, njóti jafnréttis án tillits til kynferðis, aldurs, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fjölskyldutengsla eða stöðu að öðru leyti. Allt starfsfólk samstæðunnar skal njóta jafns réttar í hvívetna.