EN

Saman breytum við heiminum!

Sjálfbærni- og samfélagsskýrsla 2021

Veritas kynnir með stolti sjálfbærniskýrslu samstæðunnar í annað sinn. Árið 2021 var á margan hátt einstakt þar sem Veritas hefur verið í farabroddi í innflutningi og dreifingu á heilbrigðisvörum og lyfjum. Aukin þörf á vörum og þjónustu vegna heimsfaraldursins setti vissulega mark sitt á þau markmið í sjálfbærni  sem við settum okkur að ná á árinu en við vonumst til þess að á árinu 2022 skapist eðlilegra rekstrarumhverfi. Við höfum þó unnið ýmsa minni sigra á vegferð okkar til sjálfbærrar þróunnar og ætlum okkur að gera enn betur í málaflokknum til framtíðar. Það kristallast í þeirri staðreynd að sjálfbærni er holl vegferð og hefur hjálpað okkur mikið í því að sjá hvar við stöndum og hvar við getum gert betur. Við setjum því áfram fram metnaðarfull markmið, bæði hvað varðar kolefnisspor okkar, en ætlum einnig í ýmis umbótaverkefni sem spruttu upp úr vinnustofum allra stjórnenda sem haldin var í upphafi þessa árs. Við trúum því að við getum unnið fleiri sigra með sjálfbærni að leiðarljósi því saman breytum við heiminum. 

Ávarp forstjóra Markmiðin okkar
Alternate Text
Alternate Text
Alternate Text
Alternate Text

Cgi Standard

GRI tilvísunartafla

GRI eru alþjóðlega viðurkenndir staðlar um miðlun upplýsinga um samfélagslega ábyrgð og eru notaðir í yfir 100 löndum. GRI eru almennt taldir víðtækustu og nákvæmustu staðlarnir til að halda utan um efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg áhrif fyrirtækja og stofnana.