Fyrirtækið
Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið, bæði skammtíma- og langtíma með sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Samfélag
Lyfjafyrirtæki hafa sjaldan verið jafn mikið í sviðsljósinu og á liðnum árum og samfélagsleg áhrif þeirra hafa verið áberandi. Veritas er samfélagslega mikilvægt fyrirtæki og tekur hlutverk sitt alvarlega.
Umhverfi
Stjórnendur og starfsmenn Veritas láta sér annt um umhverfið og hafa ýmis verkefni verið unnin í gegnum árin. Við viljum gera enn betur í umhverfismálum.
Efnahagur
Tekjur Veritas hafa vaxið stöðugt síðustu ár. Samhliða auknum tekjum hefur fjárhagslegur styrkleiki Veritas aukist.
GRI tilvísunartafla
GRI eru alþjóðlega viðurkenndir staðlar um miðlun upplýsinga um samfélagslega ábyrgð og eru notaðir í yfir 100 löndum. GRI eru almennt taldir víðtækustu og nákvæmustu staðlarnir til að halda utan um efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg áhrif fyrirtækja og stofnana.