EN
Efnahagur Markmiðin okkar Tekjur Veritas 2018-2022 Þróun tekna og framlegðar 2018-2022 EBIT 2018-2022 Efnahagur 2018-2022 Lykiltölur Skattspor - Guðrúnarborg

Efnahagur

Sterk fjárhagsleg staða og samfélagsleg ábyrgð

Veritas gegnir mikilvægu hlutverki með því að annast innflutning, sölu og dreifingu á lyfjum, lækningartækjum og öðrum vörum fyrir íslenska heilbrigðiskerfið. Það er því mikilvægt að Veritas hafi fjárhagslegan styrk til þess að takast á við efnahagssveiflur og áföll eins og þau sem dunið hafa á íslensku samfélagi á liðnum árum. Tekjur Veritas hafa vaxið stöðugt síðustu ár og námu þær 29,5 milljörðum árið 2022. Samhliða auknum tekjum hefur fjárhagslegur styrkleiki Veritas aukist. Eignir voru um 11,5 milljarðar í árslok 2022 og eigið fé um 4,3 milljarðar. Veritas er því í góðri stöðu til þess að gegna því mikilvæga hlutverki sem það hefur í þjónustu við íslenska heilbrigðiskerfið.







Guðrúnarborg

*Guðrúnarborg er móðurfélag Veritas og fasteignafélagsins Hávarðsstaða.

Veritas leigir allar fasteignir Hávarðsstaða undir rekstur sinn, fasteignagjöld Hávarðsstaða eru því hluti af skattaspori Veritas.