Sjálfbærnimarkmið og áherslur
Á árinu 2022 voru haldnar vinnustofur með stjórnendum Veritas samstæðunnar þar sem áherslur voru lagðar í sjálfbærnimálum fyrirtækisins. Áherslum var raðað eftir mikilvægi að mati stjórnenda sem höfðu fyrri sjálfbærniskýrslur og umhverfisstefnur að leiðarljósi í vinnunni. Sjálfbærniáherslur Veritas 2022-2023 byggja þannig á þeim mikilvægu þáttum sem að mati stjórnenda geta haft mest áhrif á umhverfi, samfélag, efnahag og mannauð. Félagið er gríðarlega mikilvægur hlekkur í öllu heilbrigðiskerfi landsins og tekur því samfélagslegt hlutverk sitt alvarlega. Með þessum áherslum vonast stjórnendur til þess að auka jákvæð áhrif fyrirtækisins á samfélagið og draga úr þeim neikvæðu. Áherslurnar voru einnig mátaðar við heimsmarkmið 5, 10, 12 og 13. Í umhverfismálum er lögð áhersla á lækkað kolefnisfótspor, í efnahag á lækkaðan kostnað vegna förgunar, áherslur á gagnsæi, heiðarleika og gott siðferði í stjórnarháttum og fjölbreytileika og jöfn vaxtartækifæri svo fátt eitt sé nefnt. Við trúum því að við getum unnið fleiri sigra með sjálfbærni að leiðarljósi því saman breytum við heiminum.
Fyrirtækið
Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið, bæði skammtíma- og langtíma með sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Samfélag
Lyfjafyrirtæki hafa sjaldan verið jafn mikið í sviðsljósinu og á liðnum árum og samfélagsleg áhrif þeirra hafa verið áberandi. Veritas er samfélagslega mikilvægt fyrirtæki og tekur hlutverk sitt alvarlega.
Umhverfi
Stjórnendur og starfsmenn Veritas láta sér annt um umhverfið og hafa ýmis verkefni verið unnin í gegnum árin. Við viljum gera enn betur í umhverfismálum.
Efnahagur
Tekjur Veritas hafa vaxið stöðugt síðustu ár. Samhliða auknum tekjum hefur fjárhagslegur styrkleiki Veritas aukist.
GRI tilvísunartafla
GRI eru alþjóðlega viðurkenndir staðlar um miðlun upplýsinga um samfélagslega ábyrgð og eru notaðir í yfir 100 löndum. GRI eru almennt taldir víðtækustu og nákvæmustu staðlarnir til að halda utan um efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg áhrif fyrirtækja og stofnana.