Stjórnarhættir
Kjarnastarfsemi samstæðunnar er innflutningur og markaðssetning lyfja, lækningatækja sem og annarrar vöru tengdri heilbrigðisþjónustu og heilsueflingu. Umfang starfseminnar á sviði lyfja- og lækningatækjainnflutnings er umfangsmikil á landsvísu og sem slík mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfi landsins. Starfsemin kallar því á vönduð vinnubrögð þar sem árvekni og ábyrgð eru í fyrirrúmi.
Markmið og árangur 2023
Siða- og samskiptareglur
Siða- og samskiptareglur sem gilda fyrir alla samstæðuna voru settar árið 2018 og innifela sérstakar reglur sem snúa að samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Alþjóðlegar siða- og samskiptareglur lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks, EFPIA, eru einnig hafðar í forgrunni. Markmiðið með reglunum er að tryggja fagleg vinnubrögð við markaðssetningu lyfja og að allar ákvarðanir opinbers starfsfólks séu hafnar yfir allan vafa. Samskiptareglur eru í samræmi við kröfur ESB tilskipunar 2001/83/EB, með síðari breytingum.
Gildi
Gildi samstæðunnar eru áreiðanleiki, hreinskiptni og framsækni. Þessi gildi hafa verið kjarninn í starfseminni um nær tveggja áratuga skeið og höfð í heiðri í daglegri starfsemi. Þau skilgreina væntingar til starfsfólks um hvernig samskiptum innan samstæðunnar sem utan skuli háttað, hvernig ákvarðanir eru teknar og hvaða áherslur eru hafða í starfseminni.
Stjórn Veritas
Veritas samstæðan samanstendur af móðurfélagi og fimm dótturfélögum. Áhersla er á að stjórnskipulag og skilgreining ábyrgðar séu skýr. Hvert dótturfélag býr við ákveðið sjálfstæði, hefur sinn framkvæmdastjóra sem svarar til sérgreindrar stjórnar félagsins. Tengsl við móðurfélagið eru tryggð á þann hátt að forstjóri móðurfélagsins gegnir hlutverki stjórnarformanns, en að auki skipa stjórnina 2-3 utanaðkomandi aðilar. Stjórnir samstæðunnar vinna í samræmi við Leiðbeiningar um stjórnarhætti og er stjórnarháttayfirlýsing gefin út samhliða ársreikningi samstæðunnar.
Trúnaður við birgja
Veritas samstæðan vinnur fyrir u.þ.b. 350 erlenda birgja sem geta átt í innbyrðis samkeppni. Því eru gerðar miklar kröfur um trúnað og varðveislu gagna. Móðurfélagið ber ábyrgð á rekstri upplýsingakerfa fyrir samstæðuna og vinnur samkvæmt upplýsingaöryggisstefnu sem tekur mið af og er vottuð samkvæmt ISO/IEC 27001. Veritas er handhafi skírteinis nr. IS 607526 frá BSI (The British Standards Institution) í London og er það vottun þess að fyrirtækið starfræki stjórnkerfi upplýsingaöryggis sem uppfyllir kröfur ISO/IEC 27001:2013. Veritas og dótturfélög þess fylgja upplýsingaöryggisstefnu sem tekur mið af ISO/IEC 27002, Starfsvenjum fyrir stjórnun upplýsingaöryggis.
Persónuvernd
Veritas hefur sett sér stefnu og reglur varðandi meðferð persónuupplýsinga til þess að tryggja að fyrirtækið fari eftir lögum íslenska ríkisins nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Veritas veitir starfsfólki og viðskiptavinum sínum örugga og trausta þjónustu með persónuverndarstefnu sinni.
Mannréttindi
Veritas virðir mannréttindi, líður ekki barnaþrælkun né nauðungarvinnu og starfar eftir gildandi lögum og reglum í allri starfsemi sinni.
Jafnrétti
Samstæðan leggur áherslu á að veita starfsfólki sínu jöfn tækifæri til árangurs og starfsþróunar óháð kyni aldri, eða uppruna. Samsetning stjórnendahópsins gefur ákveðna mynd af árangri í jafnréttismálum og því er áhersla lögð á sem jöfnust hlutföll í stjórnum félaganna sem og í stjórnendastöðum.
Fjárhagslegt heilbrigði
Fjárhagslegt heilbrigði helst í hendur við vandaða stjórnun, skýr markmið, ábyrgð og aðhald.
Áhersla ársins 2024 er að halda áfram að stunda vönduð vinnubrögð og er markmiðið að öll félög samstæðunnar fái eða haldi vottun Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki.
Markmið og aðgerðir 2024
Að stuðla að góðum stjórnarháttum er vegferð stöðugra umbóta. Félaginu hefur að mörgu leyti tekist vel upp er varðar stjórnun byggða á skýrri ábyrgð og sterkum gildum. Styrking stjórnunar á árinu 2024 mun fyrst og fremst lúta að skýrari handleiðslu og stuðningi með markvissum framvindusamtölum.
Fjárhagslegt heilbrigði helst í hendur við vandaða stjórnun, skýr markmið, ábyrgð og aðhald.
Áhersla ársins 2024 er að halda áfram að stunda vönduð vinnubrögð og er markmiðið að öll félög samstæðunnar fái eða haldi vottun Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki.
Samvinna við birgja er lykilatriði í árangri samstæðunnar. Samstarfið hefur einkennst af trúnaðartrausti með gagnkvæman ávinning að leiðarljósi. Margir birgjar samstæðunnar standa framarlega í sjálfbærnimálum.
Áhersla ársins 2024 er að vinna að því að þróa mat á sjálfbærniáherlsum birgja og veita þeim þannig jákvætt aðhald í sjálfbærnimálum auk þess að geta leitað í smiðju þeirra sem fremst standa þannig að samstæðan geti eflt sjálfbærniáherslur enn frekar.