Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður 

Hreggviður Jónsson er stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, sem á og rekur fyrirtækin Vistor, Distica, Artasan, MEDOR og Holdor. Hreggviður útskrifaðist með BA í hagfræði frá Macalester College í St. Paul árið 1987 og með MBA gráðu frá Harvard Business School í Boston 1993. Hann hefur víðtæka alþjóðlega stjórnunarreynslu úr ýmsum geirum þjóðlífsins og var formaður Viðskiptaráðs Íslands frá 2012-2016. Hreggviður var forstjóri Veritas og þar áður Vistor frá 2002-2013. Hann starfaði hjá Cargill í Bandaríkjunum og síðar sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Svíþjóð áður en hann varð fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og Norðurljósa. Hreggviður er formaður stjórnar Festi hf. Að auki hefur Hreggviður setið í stjórn hjá ýmsum fyrirtækjum og samtökum.

Halla Tómasdóttir

Halla Tómasdóttir er annar stofnenda Auðar Capital. Halla var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og átti sæti í framkvæmdastjórn VÍ frá 2006-2012. Hún var lykilmanneskja í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík þar sem hún stofnaði og leiddi Stjórnendaskóla HR sem og verkefnið „Auður í krafti kvenna“. Hún var einnig lektor við viðskiptadeildina og sat í stjórn skólans. Halla hefur víðtæka reynslu af stefnumarkandi ráðgjöf og störfum tengdum fyrirtækjarekstri og mannauðsmálum, m.a. frá M&M/Mars, Pepsi Cola North America og Íslenska Útvarpsfélaginu. Halla hefur setið í stjórn fjölmargra félaga, m.a. Kauphallarinnar, Sjóvá, Calidris, Ölgerðarinnar, Yggdrasils og Tals. Halla er viðskiptafræðingur með MBA frá Thunderbird í Phoenix, Arizona.

Hörður Arnarson

Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Hörður var tímabundið forstjóri Sjóvár og leiddi endurskipulagningu félagsins 2009. Hann starfaði hjá Marel hf. frá 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár, frá 1999-2009. Hörður hefur viðamikla reynslu af stjórnun fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í íslensku atvinnulífi á undanförnum árum. Hörður er með próf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og doktorspróf í verkfræði frá DTU, ásamt því að hafa sótt ýmis námskeið við INSEAD og Harvard Business School.