Gildi Veritas
Gildi Veritas eru niðurstaða gildavinnu sem allir starfsmenn fyrirtækisins tóku þátt í. Starfsmenn Veritas og dótturfyrirtækja hafa þau að leiðarljósi í störfum sínum. Gildin eru táknuð með eftirfarandi merkjum.
-
Distica er sérhæft fyrirtæki í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu lyfja, hjúkrunarvara, rannsóknartækja og annarra vara fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið dreifir einnig neytendavörum til verslana.
-
Vistor er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum á Íslandi. Fyrirtækið er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og veitir þeim þjónustu við skráningar, sölu- og markaðsmál, klínískar rannsóknir, auk þess að hafa milligöngu um innflutnings- og dreifingarstarfsemi.
-
Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á lyfjum og heilsuvörum. Fyrirtækið er samstarfsaðili nokkurra stærstu lausasölulyfja- og samheitalyfjaframleiðenda heims og þekktra heilsuvöruframleiðenda og veitir þeim þjónustu við innflutning, skráningu, dreifingu, sölu- og markaðsmál.
-
MEDOR var stofnað til að mæta vaxandi þörf fyrir sérhæfingu í sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknavörum. MEDOR er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknavöru.
-
Stoð er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á stoðtækjum, hjálpartækjum, sjúkraskóm, innleggjum og þrýstingsvörum. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga og er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu til að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini.