Artasan Fyrirtæki ársins 2021 í vinnumarkaðskönnun VR
21.05.2021
Artasan
Artasan hlaut nafnbótina Fyrirtæki ársins 2021 í árlegri vinnumarkaðskönnun VR. Eingöngu fyrirtæki sem bjóða öllum starfsmönnum sínum þátttöku koma til greina í valinu Fyrirtæki ársins. Veittar voru viðurkenningar í þremur flokkum og tilheyrir Artasan flokki fyrirtækja með færri en 30 starfsmenn. Efstu 5 fyrirtæki í hverjum stærðarflokki fá að nota nafnbótina Fyrirtæki ársins.
Þau Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Freydís Helgadóttir og Arna Kara Davíðsdóttir Engley, markaðsfulltrúar, tóku á móti viðurkenningunni úr hendi Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í Norðurljósasal Hörpu þann 17. maí sl.