Distica stoltur samstarfsaðili Controlant í 12 ár

21.05.2021 Distica
Distica stoltur samstarfsaðili Controlant í 12 ár

Distica er og hefur verið stoltur samstarfsaðili Controlant undanfarin 12 ár. Distica hefur miðlað áskorunum fyrirtækisins við vöktun hitastigs, bæði í flutningi til viðskiptavina og í vöruhúsunum til Controlant. Þær áskoranir hafa nýst Controlant í þróun hugbúnðarlausna.

Samstarfið hefur verið afar ánægjulegt og það hefur verið gaman að fylgjast með Controlant vaxa og þróast úr því að vera lítið sprotafyrirtæki yfir í stórt, alþjóðlegt fyrirtæki sem þjónustar stærstu lyfjaframleiðendur í heimi.

Í myndbandinu hér að neðan deila Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica og Ólafur Jónsson umsjónarmaður tækja og búnaðar hjá Distica reynslu sinni af samstarfinu. „Hvernig Distica hefur byggt Controlant hugbúnaðarlausnina inn í ferla og kerfi Distica með sem einföldustum hætti til að tryggja áreiðanleika og skilvirkni."

Myndband