Forsetahjónin heimsækja Distica
13.09.2021
Distica

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans Eliza Reid heimsóttur Distica fimmtudaginn 9. september sl. og var heimsóknin hluti af heimsóknaröð forsetahjónanna til vinnustaða sem gegnt hafa mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn COVID-19. Við erum stolt af því að sóttvarnaryfirvöld völdu Distica til að dreifa öllum bóluefnum gegn COVID-19 og hefur dreifingin gengið mjög vel, þar sem starfsmenn Distica hafa allir lagst á eitt og verið vaknir og sofnir yfir að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með fagmennsku fram í fingurgóma að leiðarljósi er Distica mikilvægur hlekkur í keðju aðgerða gegn COVID-19.