Guðrún Anna Pálsdóttir leiðir sameinaða deild
12.01.2022
Distica

Distica hefur sameinað innkaupa- og viðskiptaþjónustu með það að markmiði að bæta þjónustu við viðskiptavini og bæta samvinnu innan Distica. Guðrún Anna Pálsdóttir leiðir sameinaða deild.
Guðrún Anna gekk til liðs við Distica í byrjun árs 2020. Hún kom til Distica frá Krónunni, þar sem hún var deildarstjóri vörustýringa frá 2015-2020. Á árunum 2007 til 2015 gegndi hún ýmsum störfum fyrir Lyf & heilsu og dótturfyrirtæki þess DAC, m.a. við innflutning og birgðastýringar. 2001 til 2007 starfaði hún við lyfjaþróun hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Guðrún Anna er með B.Sc. próf í lífefnafræði og M.Sc. próf í lyfjafræði frá Háskóla Íslands auk M.Sc. prófs í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.