Nýr gæðastjóri/faglegur forstöðumaður Distica
19.01.2022
Distica
Auður Aðalbjarnardóttir er nýr gæðastjóri/faglegur forstöðumaður Distica. Auður hefur víðtæka reynslu úr lyfjageiranum en hún kemur til Distica frá Alvotech, þar sem hún gegndi stöðu deildarstjóra á gæðastjórnunarsviði. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri við hönnun og innleiðingu á alþjóðlegu gæðastjórnunarkerfi fyrir Alvogen. Auður leiddi um árabil þverfaglegt teymi hjá Actavis sem bar ábyrgð á þróun, rannsóknum og skráningu lyfja í fjölda landa. Auk þess hefur hún unnið sem verkefnastjóri í lyfjaskráningum hjá Actavis.
Auður er með M.Sc. í líf- og læknisfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. í líffræði frá sama skóla.
Við bjóðum Auði hjartanlega velkomna til starfa.