Oddný Sófusdóttir nýr deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar

Oddný Sófusdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar hjá Distica og tók um leið sæti í framkvæmdastjórn Distica.
Oddný hefur starfað hjá Distica frá árinu 2005 og hefur á þeim tíma sinnt ýmsum störfum og stjórnunarhlutverkum innan deildarinnar. Oddný hefur því mikla reynslu af öllum sviðum vöruhúsareksturs auk þess að hafa verið í fararbroddi í umbótastarfi vöruhúsanna undanfarin ár. Frá árinu 2018 hefur Oddný sinnt hlutverki verkefnastjóra vöruhúsanna auk þess að vera aðstoðardeildarstjóri. Á því tímabili hefur hún bæði tekið þátt í og leitt stór verkefni innan deildarinnar sem m.a. hafa snúið að uppfærslu vöruhúsakerfa og innleiðingu eigin dreifingar Distica á höfuðborgarsvæðinu.
Oddný er með diplóma í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.
Við bjóðum Oddnýju velkomna í framkvæmdastjórn Distica.