Stoð flytur á Dragháls 14-16 í lok apríl
23.03.2023
Stoð

Stoð er rótgróið fyrirtæki sem á sér 40 ára langa sögu og hefur frá upphafi verið við Trönuhraun í Hafnarfirði. Nýr kafli mun hefjast í lok apríl nk. þegar fyrirtækið verður sameinað undir einu þaki að Draghálsi 14-16 í Reykjavík.
Það er mikið tilhlökkunarefni að flytja á nýjan og hentugri stað, þar sem aðgengi viðskiptavina verður mun betra og næg bílastæði.
Við hlökkum til að bjóða ykkur velkomin á Draghálsinn.