10 ára afmæli Specialisterne
Samtökin Specialisterne, sem stuðla að atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófi, urðu 10 ára á árinu. Af því tilefni var boðið til afmælisviðburðar laugardaginn 6. nóvember sl. Samtökin starfa að danskri fyrirmynd. Veritas / Distica hafa starfað með og stutt samtökin frá árinu 2012. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, mætti í afmælishófið og sagði frá upplifun atvinnurekenda annars vegar og hins vegar starfsmanna af einhverfum einstaklingum á vinnustað. Daði Gunnlaugsson, starfsmaður Distica og skjólstæðingur Specialisterne, sagði frá reynslu sinni á vinnumarkaði og einnig flutti Eliza Reid forsetafrú ávarp á afmælisviðburðinum. Veritas samstæðan óskar Specialisterne til hamingju með afmælið og óskar þeim allra heilla í framtíðinni.