Samfélagsstyrkir Veritas - jól 2021
17.12.2021
Veritas

Veritas og dótturfélög leggja metnað sinn í að styrkja góð málefni og eru stærstu styrkirnir veittir í desember ár hvert. Styrktarhópur starfar innan samstæðunnar og tekur ákvörðun um styrkveitingarnar. í desember sl. var ákveðið að styrkja þrjú félög; CP félagið (Cerebral Palsy-heilalömun), Alzheimersamtökin og minningar- og styrktarsjóðinn Örninn.
CP félagið beitir sér í hvívetna fyrir hagsmunum hreyfihamlaðra einstaklinga sem greinst hafa með CP.
Alzheimersamtökin vinna að hagsmunamálum fólks með heilabilunarsjúkdóma með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu.
Örninn býður upp á helgardvöl og samveru fyrir börn og unglinga sem hafa misst náinn ástvin.
Einnig söfnuðu starfsmenn samstæðunnar fötum og fleiru fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.