Sjálfbærni og samfélagsskýrsla Veritas 2022
28.04.2023
Veritas

Veritas kynnir með miklu stolti sjálfbærniskýrslu samstæðunnar þriðja árið í röð. Síðasta ár var einmitt árið sem reksturinn fór í hefðbundinn farveg eftir heimsfaraldur. Með því að birta sjálfbærniskýrslu samkvæmt GRI-staðlinum er Veritas að gefa hagsmunaaðilum sínum skýrari mynd af starfseminni og áhrifum félagsins á samfélagið.
Með sjálfbærni að leiðarljósi ætlum við að halda áfram að fagna sigrum og tökum eitt skref áfram í þeirri vegferð að breyta heiminum.