Tengslafundur Festu í Veritas 18. maí
18.05.2022
Veritas

Við fengum skemmtilega heimsókn frá Festu - miðstöð um sjálfbærni og öðrum aðildarfélögum í vikunni. Hrund Rudolfsdóttir forstjóri Veritas og Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir markaðsstjóri í Vistor fóru þar yfir sjálfbærnivegferð félagsins. Einnig áhugavert að eiga samtal við fundargesti um áskoranir og lausnir í sjálfbærnimálum.
Á myndinni til vinstri má sjá þau Hrund Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Festu, ásamt Hrund Rudolfsdóttur forstjóra Veritas og Pétri Veigari Péturssyni mannauðsstjóra Veritas.