Veritas birtir sína fyrstu sjálfbærni- og samfélagsskýrslu

27.04.2021 Veritas
Veritas birtir sína fyrstu sjálfbærni- og samfélagsskýrslu

Þann 16. apríl 2021 birti Veritas með stolti fyrstu sjálfbærni- og samfélagsskýrslu fyrirtækisins, en sjálfbærni er hluti af viðskiptastefnu Veritas. Skýrslan tekur til Veritas og dótturfélaganna fimm, Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Samfélagslegu málin hafa alltaf verið samstæðunni hugleikin, en þar hafa umhverfismálin verið sett á oddinn í vaxandi mæli undanfarin ár. Það er mikilvægt sem aldrei fyrr að einstaklingar og fyrirtæki taki ábyrgð og vandi sig í umgengni við umhverfi sitt og sem hluti af sínu samfélagi og er Veritas samstæðan stolt af því að stíga þetta mikilvæga skref.

 

Fjölmargir starfsmenn samstæðunnar komu að vinnu við skýrsluna, ásamt Evu Magnúsdóttur hjá Podium.

 

Vinsamlegast smellið hér til að opna skýrsluna.