Veritas fékk viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA
18.10.2023
Veritas
Veritas hlotnaðist sá heiður að fá viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) á dögunum og fékk viðurkenninguna afhenta á ráðstefnu í Hörpu þann 12. október sl. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun.“ Þóranna Jónsdóttir, forstjóri Veritas, tók á móti viðurkenningunni í Hörpu.
FKA veitir árlega viðurkenningu til þeirra fyrirtækja sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni á vegum FKA og er markmið Jafnvægisvogarinnar að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.