Viðurkenningar og vottanir;
Framúrskarandi fyrirtæki
Veritas er stolt af því að vera í hópi Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo árið 2020, ásamt öllum dótturfélögum sínum. Í 11 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Matið byggir á ýmsum þáttum sem varða rekstur og stöðu fyrirtækis og eru til fyrirmyndar.
Jafnvægisvogin
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi við forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Morgunblaðið og Pipar\TBWA.
Tilgangur verkefnisins
- Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi
- Virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir
- Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar
- Að standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis
- Að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöður
Jafnlaunaúttekt PwC
Veritas og dótturfélög hlutu gullmerki jafnlaunaúttektar PwC á Íslandi árið 2015 og 2020. Til að standast jafnlaunaúttektina þurfa fyrirtæki að sýna fram á að launamunur kynjanna sé undir 3,5% og eru félögin langt undir þeim mörkum. Niðurstaðan var fengin eftir skoðun á launagögnum frá Veritas og var munur á grunnlaunum og heildarlaunum karla og kvenna kannaður. Úttektin byggir á aðhvarfsgreiningu sem varpar ljósi á óútskýrðan launamun kynjanna þegar tekið hefur verið tillit til breyta á borð við menntun, starfsaldur, stöðu í skipuriti og fleira.
Þessar niðurstöður undirstrika áherslur félagsins varðandi jafnan hlut kvenna og karla. Fyrirtækið telur að jafnrétti efli það og styrki í samkeppni um góða starfsmenn. Veritas og dótturfélögin eru eftirsóttir vinnustaðir, enda starfsánægja jafnan há.
Festa
Veritas og dótturfélög hafa gerst aðilar að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hlutverk Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða á þessu sviði. Með aðild að Festu tekur Veritas virkari þátt í mótun samfélagsábyrgðar í allri starfsemi sinni. Aðildin er liður í nýlegri umhverfisstefnu félagsins með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærri þróun, þar á meðal heilbrigði og velferð samfélagsins auk þess að skapa virði fyrir samfélagið í heild.
Frekari upplýsingar um Festu má finna á https://samfelagsabyrgd.is.